Ritverkið Samvinna á Suðurlandi eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing er komið út. Verkið spannar afar vítt sögusvið, allt frá upphafi félagshyggju í bændasamfélaginu til okkar daga og er verkið í reynd héraðssaga Suðurlands í nútímanum eða frá 19. öld. Sögð er saga allra samvinnufélaga í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum, ekki aðeins kaupfélaga, pöntunarfélaga og útgerðarsamvinnufélaga með þeirri fjölbreyttu starfsemi sem heyrði undir þau, heldur einnig rjómabúa, áveitufélaga, mjólkurbúa og sláturfélaga. Jafnframt er þróun samgangna gerð ítarleg skil, enda nátengd efninu og í ritinu er mikil persónusaga.
Bókverk þetta kemur út á 90 ára afmæli Kaupfélags Árnesinga. Verkið er í fjórum bindum og er það ríkulega myndskreytt.
Félagsfólki býðst að kaupa verkið á 20.000 kr. Vinsamlega hafið samband með því að senda tölvupóst á ka@kaupfelagarnesinga.is eða í síma 480-3340.